Um rannsóknina
Hvert er markmið rannsóknarinnar?
Tilgangur rannsóknarinnar er að finna erfðabreytileika sem hafa áhrif á áhættu á astma og ofnæmisjúkdóma og skyldra sjúkdómum, einkum í öndunarvegi og skilgreina enn frekar þau gen og þá líffræðilegu ferla sem eiga í hlut og samspil þeirra við umhverfisþætti.
Markmiðið með að fá svör við spurningalistum er að mat á astmastjórn og lífsgæðum þeirra sem hafa greinst með asthma. Einnig að fá svör varðandi tegund astma og þætti sem hafa áhrif á þróun og framgang sjúkdómsins. Í rannsókninni verða þessar upplýsingar bornar saman við fyrirliggjandi upplýsingar um erfðabreytileika, fyrir þann hluta sjúklinga það á við um, til að skilja betur áhættuþætti og astma. Svör þín geta veitt mikilsverðar upplýsingar um tengsl erfðabreytileika við tilurð og framgang astma. Slík þekking getur leitt til nýrra leiða til að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóminn og þegar fram í sækir verða upplýsingar af þessu tagi forsenda aðgerða til að geta bætt lífsgæði einstaklinga með astma.
Hvað felst í þátttöku?
Þátttaka tekur um 5-15 mínútur og felur í sér:
- Að undirrita samþykkisyfirlýsingu með rafrænum skilríkjum
- Að svara spurningalista um mat á astmastjórn (ACQ) og lífsgæðum (AQLQS).
- Þér býðst einni að svara spurningalista um tegund astma og þætti sem hafa áhrif á þróun og framgang sjúkdómsins, ef þú hefur ekki gert það nú þegar; spurningum um meðferð, lyf, píp (ýl) og þyngsli fyrir brjósti, hósta og slímmyndun, einkenni frá nefi, augum og húð, fjölskyldusögu um asthma og ofnæmi, aðra sjúkdóma, svo og um lífshætti eins og svefn, reykingar, tóbaks- og rafrettunotkun.
Hvað er astmi?
Astmi og ofnæmi eru meðal algengustu sjúkdóma á Vesturlöndum. Tíðni astma og ofnæmis hefur farið vaxandi á undanförnum áratugum. Talið er að um 20% Íslendinga séu með ofnæmi og 5% með astma. Vitað er að tíðnin meðal ættingja þeirra er verulega aukin borið saman við aðra. Sameindalíffræðilegur grunnur astma og ofnæmis er ekki að fullu þekktur, en fyrri rannsókn umsækjenda og annara hafa þegar borið nokkurn árangur, m.a. hafa fundist tengsl milli asthma og erfðabreytileika í genum sem skrá fyrir bólguþætti og þætti sem tengjast starfsemi T-frumna og fjölda eosinophila í blóði, en bæði T-frumur og eosinophilar gegna lykilhlutverki í meingerð asthma.