Astmi - kona með blóm

Rannsókn á erfðum astma og ofnæmis

Mat á asmastjórn og lífsgæðum og þættir sem hafa áhrif á þróun og framgang sjúkdómsins.

Í rannsókninni er einstaklingum, sem hafa greinst með asthma, boðið að svara spurningalista um mat á astmastjórn (ACQ) og lífsgæðum (AQLQS).
Þeim býðst líka að svara ýtarlegri spurningalista um tegund astma og þætti sem hafa áhrif á þróun og framgang sjúkdómsins, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar; spurningum um meðferð, lyf, píp (ýl) og þyngsli fyrir brjósti, hósta og slímmyndun, einkenni frá nefi, augum og húð, fjölskyldusögu um asthma og ofnæmi, aðra sjúkdóma, svo og um lífshætti eins og svefn, reykingar, tóbaks- og rafrettunotkun.